Sjálfsafgreiðsla hjá Te & kaffi

Te & kaffi hefur tekið Glaze í notkun og býður nú sjálfsafgreiðslu á öllum átta kaffihúsum Te & kaffi

Nú geta gestir notið síns uppáhalds bolla án þess að þurfa að bíða í röð og greiða gegnum posa. Með þessari nýju lausn skanna gestir einfaldlega QR kóða, setja inn pöntun og greiða, með örfáum smellum á símanum. Engin röð og ekkert niðurhal - þetta er ný upplifun á íslensku kaffihúsi.

👉 PRÓFAÐU HÉR

Arnþór Ingi Hinriksson framkvæmdastjóri Glaze og Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te & kaffi
Arnþór Ingi Hinriksson framkvæmdastjóri Glaze og Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te & kaffi
Arnþór Ingi Hinriksson framkvæmdastjóri Glaze og Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te & kaffi

Stafrænar lausnir og sjálfsafgreiðsla verslana hafa slegið í gegn á Íslandi á árinu sem er að líða, skv. Rannsóknarsetri verslunarinnar. Te & kaffi er stolt af því að vera í fararbroddi í þessari þróun og geta fyrst íslenskra kaffihúsa boðið slíka lausn. 

„Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni og hlökkum til að sjá hvernig gestir Te & kaffi taka á móti þessari nýjung. Við teljum að samstarf okkar stimpli Te & kaffi inn sem fyrirtæki í fararbroddi í sínum geira og að þetta auki enn frekar ánægju gesta,“ segir Arnþór Ingi Hinriksson, framkvæmdastjóri Glaze.

Te & kaffi, sem eitt af uppáhalds vörumerkjum Íslendinga, leggur sig fram um að vera framarlega bæði hvað varðar þjónustu og vörurúrval. Samstarfið við Glaze rímar fullkomlega við þessa stefnu Te & kaffi.

„Við erum spennt að sjá þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur á okkar gesti. Notkun tækninnar leyfir okkur að auka hagræði og bæta upplifun okkar dýrmætu viðskiptavina,“ segir Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te & kaffi.

Halldór tekur enn fremur fram: „Vildarpunktar skipta marga af okkar viðskiptavinum miklu máli og við getum staðfest það hér og nú að enginn mun verða af punktum við að prófa þessa nýju sjálfsafgreiðslu. Tengingu við Vildarpunktana verður bætt inn á næstu vikum og fá þá allir inn punkta afturvirkt fyrir sín kaup í gegnum Glaze.“

Lausnin er nú þegar komin í loftið á öllum kaffihúsum Te & kaffi og það verður áhugavert að sjá hvernig almenningur tekur í þessa nýjung.